35. Dagar þanngað til að við förum út til Atlanta.
27.6.2008 | 22:17
Já það styttist óðum í ferðina. Já það er aldilis búið að gerast hjá okkur. Helgina 13 til15 júní, þá var ættarmót hjá móðurfólkinu mínu, og það var haldið á Mótel venus, hjá Mumma frænda. Það var alveg svakalega gaman að hitta alla þessa nánustu ættingja, elsta systir okkar kom til landsins, Dísa frænka sem býr út í New york kom, og frænd fólkið mitt frá Englandi þá börnin hennar Bínu systur hennar mömmu, en það komu engin frá Öddu, systur hennar mömmu. Síðan voru nokkrir af frænd fólkinu látið leika leikrit og það var nú bara gaman af því, Þau voru látin leika Öskubusku, þannig að kallarnir voru að leika konurnar og ein frænka mín leik prinsinn. Við vorum með láns tjaldvagn sem var svona alveg ágætur.
Síðan um síðustu helgi eða helgina 20 til 22.júní þá fórum við á Steinstaða hátíðina með Þroskahjálp. þar er nú bara alltaf fjör og gaman. Síðan núna eftir þessa helgi þá er komin mánaðamót eða 1.júlí. Þá styttist óðum í að við förum í sumarbústaðinn á Illugastaði í Fnjóskadal. verðum í bústað þar frá 4 til 11.júlí. Síðan verðum við heima í 2.vikur og þá erum við farinn út til Atalnta. Já við förum út þann 1.ágúst. Hef þetta ekki meira í bili.
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.