74. Dagar þangað til að við förum út til Atlanta.
19.5.2008 | 19:00
Já það styttist óðum í ferðina hjá okkur. Já þetta er í fyrsta skipti sem hann Sigurgeir er að fara út til U.s.a en hjá mér er þetta í 6.skipti. En síðan hef ég líka farið út til annara landa, t.d til Ástralíu 2001.þá fór ég á stóra ráðstefnu. Það var bara gaman að koma alla leið til Ástralíu. Síðan hef ég komið út til allra norðurlanda, bæði á keppnismót og á ráðstefnur-fundi. Ég hef líka komið til Tríer í Þýskalandi og til Englands á eyju sem heitir Isle of Wait. Síðan fyrir tveimur árum þá fórum við út til Danmerku og til Svíþjóð þá í Smålöndin. já þar var svakalega gaman að koma í smålöndin sérstaklega til Vimmerby-bæ þar sem Astrid Lindgrens já það er sko stór og skemmtilegur garður sem er jafn líka leik-garður. Já það verður örugglega jafn skemmtilegt að fara út til Atalanta í Gerogíu, já það er í fyrsta skipti sem ég kem þangað, en elsta systir mín býr í Norður Carolínu í Prinston, já ég hef komið þangað 5.sinnum. Hún er með fullt að köttum bæði inni og úti. Jæja þá ég hef þetta ekki meira í bili.
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.