97.Dagar þangað til að við förum út til u.s.a

Jæja þá er maður bara komin niður fyrir hundraðið. já gott fólk það eru 97.dagar þangað til að við förum út til u.s.a. Já þetta verður sko fljót að líða. En á fimmtudaginn var þá á sumardaginn fyrsta þá fórum við í heimsókn til eins frænda míns sem er sonur elsta bróðurs míns, en hann og unnustan hans áttu stelpu núna þann 20.des 07, já við fórum og kíktum á litlu frænku og hún heitir Hildur Lilja, allgjör rúsína. Dagurinn í dag, ég fór á boccía en vormótið er að byrja, já við vorum að keppa í dag og ég og sú sem var að spila með mér komumst í útsalit, já útslitinn verða síðan þann 10.maí. síðan kom hann Sigurgeir og náði í mig, þá fórum við til einnar vinkonu minnar sem ég er oft að passa fyrir, já við erum að fara að passa yngstu stelpuna þeirra núna um hvítasunnu helgina, já þá verður bara gaman. Síðan er systir hennar í heimsókn hjá henni, sem býr í Lundi í Svíþjóð. Já dóttir hennar er frænka mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband