Seinfærir foreldar hópurinn.
22.3.2008 | 13:54
Ég er ein af þeim sem er í seinfærum foreldrahópnum. En ég á engin börn sjálf en ég á 2. yndislegar stjúpdætur sem verða 18 og 20.ára í sumar, en hérna fyrir tæbum 14.árum eða nákvæmlega 14 og 3.mánuðum þá var ég ólett. En tvo af systkinunum mínun komu því fyrir að ég ætti ekki barnið. Þau töldu mig of þroskheft til að eignast barnið. En ég þekkji marga í dag sem er með meirri fötlun en ég er og þau eiga börn í dag. En læknarnir segja að ég er ekki svo mikið skert, eins og systkinin mín vil halda fram. Ekki gat ég út af því að ég veiktist þegar ég var barn Já ég fékk mislingana og fékk heilahimnubólguna upp úr mislingunum. Já ég er næst yngst af 10.systkinum. En yngsti bróðir okkar hann Eðvarð var gefinn. En ég hef mikið samand við hann í dag, og hann er 2.árum yngir en ég. Já þetta er sá sem var mikið í sundinu hérna áður fyrr. Ég var líka mikið í íþróttunum hérna áður fyrr. En ég er núna að æfa boccia. Eftir að við stofnuðum þennan seinfæra hóp þá hef ég styrst mjög mikið. En þau ætluðu sér að láta taka mig úr samandi, en mér tókst að koma því fram að ég vildi ekki láta taka mig úr samandi.
Athugasemdir
Sæl Ína mín, þú átt mína samúð. Hér á árum áður var skilningur manna á aðstæðum fatlaðra stutt á veg kominn því miður. Gott hjá ykkur að stofna hópinn Seinfærir foreldrar. Gangi þér og þínum allt í haginn.
Með páskakveðjum,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 14:19
Innileg samúð elskan, þetta er leiðinlegt að heyra
Ég var í nokkur ár þjálfari í boccia, þegar ég bjó í Borgarnesi, alltaf gaman í boccia
Svanhildur Karlsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:12
Elsku Ína mín,það er sárt að vera reiður,því að það bitnar mest á þinni fallegu sál elskan mín,systir þín finnur minnst,fyrir þinni reiði,ég er ekki að segja að þetta sé réttlætanlegt sem hún gerði þér,af og frá,en ég vona elskan mín að þú getir unnið úr þessari miklu sorg elsku Ína mínVonandi verður páskahelgin góð hjá þér og fjölskyldu þinni.
Ástarkveðja Linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.3.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.